Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júlí 2019 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruno Fernandes: Langar að spila á Englandi
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Bruno Fernandes, miðjumann Sporting Lisbon, til liðs við sig í sumarglugganum.

Fernandes var í stuttu viðtali, áður en Sporting hélt til Bandaríkjana í æfingaferð, spurður um framtíð sína hjá Sporting.

„Eina sem ég er að einbeita mér að núna er að ná flugvélinni núna áður en hún fer á loft. Ég veit ekki hvort næsti leikur verði minn síðasti fyrir Sporting, þjáfarinn ræður," sagði Fernandes.

„Ég hef sagt að ég vilji spila á Englandi en ég er ekki að hugsa um það núna. Félagið stýrir því hvort ég verði áfram í Portúgal eða ekki," endaði Fernandes stutta spjallið á.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Fernandes gangi í raðir United en félagið þarf nauðsynlega á miðjumanni að halda eftir brotthvarf Ander Herrera í sumar.
Athugasemdir
banner
banner