Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   þri 23. júlí 2019 21:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Hulda: Skaut bara og vonaði að hann færi inn
Kvenaboltinn
Hulda Hrund í leik með Fylki
Hulda Hrund í leik með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara æðisleg tilfinning eftir ömurlegt hundsvekkjandi tap á móti Selfoss í bikarnum og síðan hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í deildinni þannig þetta var bara frábær endurkoma" sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Fylkis eftir að liðið sigraði Þór/KA 3-0 á heimavelli í kvöld.

Fylkir tapaði undanúrslitaleik í bikarnum á föstudaginn gegn Selfoss, 1-0 en Hulda segir að það hafi ekki verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik eftir svekkjandi tap.

„Nei við vorum bara brjálaðar, það hjálpaði okkur mikið með að koma hingað til leiks og sýna hvað við virkilega getum og fá þessi þrjú stig."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 Þór/KA

Síðasti deildarsigur Fylkis var í maí svo þessi sigur var langþráður og sætur, en Hulda skoraði einnig mark í kvöld sem var extra sætt.

„Ég eiginlega bara tók hann kæruleysislega og skaut bara og vonaði að hann færi inn" sagði Hulda létt í bragði.

Næsti leikur Fylkis er gegn KR á sunnudaginn, en það er sannkallaður sex stiga leikur.

„Við förum bara í alla leiki til að vinna og KR er alveg sterkt lið sem eru komnar í úrslitaleik í bikar. Við ætlum bara að gera eins og í síðustu umferð og vinna þær." sagði Hulda að lokum.
Athugasemdir
banner
banner