Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 23. júlí 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real neitað sex tilboðum í Asensio - Liverpool sagt hafa áhuga
Samkvæmt heimildum spænska fjölmiðilsins Cadena SER hefur Real Madrid neitað sex tilboðum í Marco Asensio í sumar.

Hinn 23 ára spánverji átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður burt frá félaginu.

Real hefur hins vegar lítinn áhuga á að láta spænska landsliðsmanninn fara.

Liverpool er eitt þeirra liða sem hefur verið orðað við Asensio en ekkert hefur komið fram hvaða lið hafa boðið í leikmanninn.
Athugasemdir
banner