Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 23. júlí 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Eriksen fær ekki að spila með bjargráð á Ítalíu
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen hjá Inter fær ekki að spila í ítölsku deildinni aftur nema ef bjargráðurinn verði fjarlægður úr honum.

Eriksen fór í hjartastopp í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á EM alls staðar í sumar og var bjargráður græddur í hann í kjölfarið. Samkvæmt reglum ítalska boltans þá má hann ekki spila með slíkan búnað í deildinni.

Búnaðurinn var græddur í bringu Eriksen til að nema frekari truflanir á hjartslætti hans.

Francesco Braconaro, sem situr í tækninefnd ítalska knattspyrnusambandsins segir að Eriksen þurfi að láta fjarlægja bjargráðinn ef hann ætli sér að spila aftur í deildarkeppninni þar í landi. Með því sýni hann fram á að vandamálið sé úr sögunni.

Daley Blind er með svipaðan bjargráð. Hann spilar fyrir Ajax og hollenska landsliðið en mætti ekki spila í ítalska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner