Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum: Valdi ekki PSG útaf peningunum
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum fékk að fara frá Liverpool á frjálsri sölu í sumar.

Allt leit út fyrir að Wijnaldum væri á leið til síns uppáhaldsfélags, Barcelona, en að lokum endaði hann hjá franska stórveldinu PSG. Barca á í fjárhagsvandræðum og var leikmaðurin ásakaður um að velja PSG útaf hærri launum.

„Ég verð að viðurkenna að þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég hef verið stuðningsmaður Barca frá því að ég var barn og ég var ánægður þegar við hófum samningsviðræður við félagið," sagði Wijnaldum við RMC.

„PSG stóð sig einfaldlega betur í samningsviðræðunum. Félagið gerði allt til að sannfæra mig um að koma. Ég ræddi við Leonardo og Pochettino og félagið gerði allt í sínu valdi til að fá mig yfir. Það er kjaftæði að þetta snerist um peninga því launamunurinn var ekki það mikill.

„PSG voru sneggri að athafna sig og sannfærðu mig um að þetta væri rétti áfangastaðurinn fyrir mig. Það var alls ekki mikill launamunur."


Wijnaldum skrifaði undir samning við PSG sem gildir til 2024. Ólíklegt er að hann hefði fengið svo langan samning hjá Barcelona.

Wijnaldum, sem verður 31 árs í nóvember, spilaði 237 leiki á fimm árum hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner