Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa lánar Iling Junior til Bologna
Aston Villa hefur samþykkt að lána út enska vængbakvörðinn Samuel Iling Junior til ítalska félagsins Bologna, en lánssamningurinn gildir út leiktíðina.

Villa fékk Iling Jr í skiptidíl við Juventus í sumar. Villa fékk enska leikmanninn og Enzo Barrenechea en Douglas Luiz fór í hina áttina.

Iling Junior er tvítugur leikmaður sem lék 45 leiki á tveimur tímabilum sínum með aðalliði Juventus, en Unai Emery, stjóri Villa, telur sig ekki hafa not fyrir hann á þessari leiktíð.

Hann var ekki í hópnum gegn West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og var útskýring á því. Hann er nefnilega á leið til Bologna á láni út tímabilið.

Bologna greiðir laun kappans en ekkert kaupákvæði er í samningnum.

Iling Junior ferðast til Bologna á sunnudag til að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Bologna og Aston Villa leika bæði í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Villa hafnaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili á meðan Bologna hafnaði í 5. sæti Seríu A, en ítalska deildin fékk fimm sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner