Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   fös 23. ágúst 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Fréttirnar af Trippier koma Howe á óvart
Trippier ku vilja yfirgefa Newcastle.
Trippier ku vilja yfirgefa Newcastle.
Mynd: EPA
Eddie Howe stjóri Newcastle segist hissa á fréttum um að Kieran Trippier vilji yfirgefa félagið.

Þessi 33 ára varnarmaður var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Newcastle gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar síðasta laugardag.

Howe segir Trippier þó áfram vera í miklum metum hjá félaginu.

„Hlutirnir hafa gengið sinn vanagang. Tripps hefur æft mjög vel í þessari viku. Fréttirnar hafa komið mér á óvart. Hann hefur sýnt mikla fagmennsku," segir Howe.

Trippier er sem stendur á eftir Tino Livramento sem er byrjunarliðsmaður í hægri bakverði.

„Tripps hefur æft vel síðan hann kom til baka frá EM. Ég held að hann hafi bara æft í tvær vikur, það spilar inn í að hann byrjaði ekki í síðustu viku. Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir koma, hann er að búa sig undir leikinn okkar gegn Bournemouth á sunnudag," bætir Howe við.

Enski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Everton en þar myndi hann endurnýja samstarf með Sean Dyche sem var stjóri hans hjá Burnley á sínum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
6 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
10 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
11 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
12 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner