
Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er búin að finna sér nýtt félagslið.
Hún hefur skrifað undir samning við spænska félagið Madrid CFF en eins og nafnið gefur til kynna, þá er félagið í spænsku höfuðborginni.
Hún hefur skrifað undir samning við spænska félagið Madrid CFF en eins og nafnið gefur til kynna, þá er félagið í spænsku höfuðborginni.
Madrid CFF var stofnað árið 2010 og leikur í spænsku úrvalsdeildinni. Á síðasta tímabili hafnaði liðið í sjötta sæti deildarinnar.
Hildur, sem er 28 ára gömul, lék síðast fyrir hollenska félagið Fortuna Sittard en samningur hennar þar rann út í sumar. Hún hafði leikið fyrir félagið frá 2022.
Þar áður lék Hildur með Breiðabliki og Val hér heima.
Hildur er virkilega öflugur miðjumaður sem hefur spilað lykilhlutverk í íslenska landsliðinu upp á síðkastið. Hún var stór partur af liðinu sem tryggði sér sæti á EM fyrir stuttu.
Athugasemdir