Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
   fös 23. ágúst 2024 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Skoraði sigurmarkið í uppbótartíma - Celta Vigo byrjar vel
Celta Vigoer búið að vinna báða leiki sína í deildini
Celta Vigoer búið að vinna báða leiki sína í deildini
Mynd: EPA
Ayoze Perez skoraði sigurmark Villarreal seint í uppbótartíma
Ayoze Perez skoraði sigurmark Villarreal seint í uppbótartíma
Mynd: EPA
Celta Vigo er komið með tvo sigra af tveimur mögulegum í La Liga eftir að liðið vann Valencia, 3-1, í kvöld. Ayoze Perez var hetja Villarreal í 2-1 sigrinum á Sevilla.

Vigo-menn unnu 2-1 sigur á Alaves í fyrstu umferðinni og fylgdu því vel á eftir.

Valencia tók forystuna á 14. mínútu en Oscar Mingueza og Iago Aspas snéru við taflinu á fimm mínútum áður en Fran Beltran tryggði stigin þrjú.

Vigo er með sex stig á toppnum en Valencia án stiga á botninum.

Það var mikil spenna í leik Sevilla og Villarreal. Hollendingurinn Arnaut Danjuma skoraði strax á 2. mínútu fyrir Villarreal en belgíski vængmaðurinn Dodi Lukebakio jafnaði áður en hálfleikurinn var úti.

Á fimmtu mínútu í uppbótartíma síðari hálfleiks gerði Ayoze Perez sigurmarkið er hann tók boltann á lofti og hamraði honum í netið.

Villarreal er með 4 stig en Sevilla aðeins 1 stig.

Celta 3 - 1 Valencia
0-1 Diego Lopez Noguerol ('14 )
1-1 Oscar Mingueza ('23 )
2-1 Iago Aspas ('28 )
2-1 Iago Aspas ('45 , Misnotað víti)
3-1 Fran Beltran ('60 )

Sevilla 1 - 2 Villarreal
0-1 Arnaut Danjuma ('2 )
1-1 Dodi Lukebakio ('45 )
1-2 Ayoze Perez ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Villarreal 2 2 0 0 7 0 +7 6
2 Barcelona 2 2 0 0 6 2 +4 6
3 Real Madrid 2 2 0 0 4 0 +4 6
4 Getafe 2 2 0 0 4 1 +3 6
5 Athletic 2 2 0 0 4 2 +2 6
6 Espanyol 2 1 1 0 4 3 +1 4
7 Betis 2 1 1 0 2 1 +1 4
8 Vallecano 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Alaves 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Osasuna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Real Sociedad 2 0 2 0 3 3 0 2
12 Elche 2 0 2 0 2 2 0 2
13 Atletico Madrid 2 0 1 1 2 3 -1 1
14 Valencia 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Celta 2 0 1 1 1 3 -2 1
16 Mallorca 2 0 1 1 1 4 -3 1
17 Levante 2 0 0 2 3 5 -2 0
18 Sevilla 2 0 0 2 3 5 -2 0
19 Oviedo 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 Girona 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir