Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 23. ágúst 2024 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Vieira á leið aftur til Porto
Arsenal hefur samþykkt að lána portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira aftur til Porto.

Vieira, sem er 24 ára gamall, var keyptur til Arsenal frá Porto fyrir tveimur árum.

Arsenal greiddi tæpar 35 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hefur spilað 33 leiki og skorað tvö mörk á tveimur árum sínum hjá félaginu.

Hann var ekki í leikmannahópi Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi og samkvæmt Sky verður hann aftur utan hóps gegn Aston Villa á morgun.

Sky hefur heimildir fyrir því að Vieira sé á leið aftur til Porto, en hann verður lánaður út tímabilið. Porto mun greiða launakostnað leikmannsins en ekkert kaupákvæði verður í samningnum.
Athugasemdir
banner