mán 23. september 2019 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Reus lét fréttamann Sky heyra það: Orðinn þreyttur á kjaftæðinu í þér
Marco Reus er orðinn þreyttur á Sky
Marco Reus er orðinn þreyttur á Sky
Mynd: Getty Images
Þýski vængmaðurinn Marco Reus lét fréttamann Sky heyra það eftir 2-2 jafntefli gegn Eintracht Frankfurt í gær en hann var orðinn þreyttur á kjaftæðinu í honum eins og hann orðaði það.

Axel Witsel og Jadon Sancho skoruðu mörk Dortmund en undir lok leiks varð Thomas Delaney fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net.

Fréttamaður Sky hefur spurt Reus nokkrum sinnum á þessu tímabili hvort hugarfarið sé í lagi hjá leikmönnum en Reus gat ekki orða bundist.

„Þetta er virkilega farið að pirra mig þegar þú nefnir þetta helvítis kjaftæði með hugarfarið. Svona í alvöru," sagði Reus pirraður við fréttamanninn.

„Ertu að tala um í dag? Er þér alvara með þessu? Fór leikurinn 2-2 útaf hugarfarið var ekki í lagi? Þetta var klárlega heimskulegt hjá okkur en ekki koma með þetta kjaftæði. Það er alltaf sama bullið í þér."

„Aðalvandamálið okkar er að við getum ekki klárað leikina en það hefur ekkert með hugarfarið að gera. Jöfnunarmarkið sem við fáum á okkur á ekki að gerast. Ef við komumst í 3-1 þá er leikurinn búinn en við hefðum líka getað unnið þetta 2-1 en við gerðum það ekki og þannig er það bara,"
sagði hann í lokin.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið en fréttamaðurinn spyr Reus um hugarfarið í kringum 0:40 og má sjá pirringinn hjá þýska leikmanninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner