Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. október 2020 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Númi í Breiðablik (Staðfest)
Arnar Númi Gíslason er mættur í Kópavoginn
Arnar Númi Gíslason er mættur í Kópavoginn
Mynd: Heimasíða Breiðabliks
Breiðablik hefur gengið frá kaupum á Arnari Núma Gíslasyni en hann kemur frá Haukum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blikum í dag.

Arnar Númi, sem er fæddur árið 2004, er sóknarsinnaður leikmaður en það var greint frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann væri á leið til Breiðabliks.

Arnar er að ganga upp í 2. flokk en hann lék fjóra leiki með Haukum í 2. deildinni í sumar.

Hann hefur þá leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Íslands en Breiðablik bindur mikla vonir við þennan unga og efnilega leikmann.

Arnar var samningsbundinn Haukum til 2022 og var hann því keyptur til Blika en ekki kemur fram hvað félagið greiddi mikið fyrir þjónustu hans.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner