Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 23. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórkostlegar 45 mínútur skiluðu Amöndu í lið vikunnar
Kvenaboltinn
Amanda á landsliðsæfingu.
Amanda á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan efnilega Amanda Andradóttir er í liði vikunnar í norsku úrvalsdeildinni.

Amanda, sem er aðeins 17 ára, átti stórkostlegan leik þegar Vålerenga - lið hennar - vann 8-0 sigur gegn Arna-Björnar.

Hún kom inn á sem varamaður í hálfleik og nýtti þann tíma sem hún fékk inn á vellinum mjög vel. Hún náði að skora flott mark og var mjög öflug.

Frammistaða hennar skilaði henni í lið vikunnar eins og sjá má hér að neðan.

Amanda er núna í landsliðsverkefni með A-landsliði Íslands. Það er ljóst að hún á framtíðina fyrir sér.


Athugasemdir
banner
banner