
Landsliðskonan efnilega Amanda Andradóttir er í liði vikunnar í norsku úrvalsdeildinni.
Amanda, sem er aðeins 17 ára, átti stórkostlegan leik þegar Vålerenga - lið hennar - vann 8-0 sigur gegn Arna-Björnar.
Hún kom inn á sem varamaður í hálfleik og nýtti þann tíma sem hún fékk inn á vellinum mjög vel. Hún náði að skora flott mark og var mjög öflug.
Frammistaða hennar skilaði henni í lið vikunnar eins og sjá má hér að neðan.
Amanda er núna í landsliðsverkefni með A-landsliði Íslands. Það er ljóst að hún á framtíðina fyrir sér.
Amanda Andradóttir er í liði vikunar í 🇳🇴, eftir rosalega frammistöðu gegn Arna-Björnar. Hún kom inn á í stöðunni 2-0 í hálfleik en leikurinn endaði 8-0 þar sem hún skoraði 1 mark og var allt í öllu. Væri gaman að sjá hana fá fleiri mínútur í komandi landsleikjum. #fotboltinet pic.twitter.com/y8U4Qcjtrq
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 20, 2021
Athugasemdir