Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mið 23. nóvember 2022 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir eru örugglega lélegra lið en Katar"
Spánverjar fagna marki.
Spánverjar fagna marki.
Mynd: Getty Images
Spánn vann magnaðan 7-0 sigur gegn Kosta Ríka í fyrsta leik sínum á HM í dag.

Það má með sanni segja að lið Spánar hafi leikið á als oddi en Kosta Ríka var ekki upp á marga fiska.

„Við sjáum þetta ekki oft, ekki í nútímafótbolta og ekki á stórmóti," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, á RÚV um lokatölurnar í þessum leik.

„Við hefðum átt að mæra Kaylor Navas meira fyrir leikinn. Hann varði ekki eitt einasta skot. Þetta var bara kennslustund. Við tökum ekkert af Spánverjum en það var engin mótspyrna."

„Þeir eru örugglega lélegra lið en Katar sem við sáum í opnunarleik mótsins," sagði Arnar um lið Kosta Ríka. Katar leit hörmulega út í fyrsta leik sínum gegn Ekvador en Kosta Ríka leit enn verr út í dag.

Spánverjar spiluðu eins og verðandi heimsmeistarar með Gavi og Pedri fremsta í flokki. „Boltinn er afskaplega góður vinur þeirra. Það er eins og hann sé framlenging af líkama þeirra. Hann er ekki sjóðandi heitur eins og hjá mörgum leikmönnum sem geta ekki beðið eftir því að losa sig við hann. Þeir eru eins og bestu skákmenn í heimi, 20 leikir fram í tímann," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner