Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 24. janúar 2019 20:05
Elvar Geir Magnússon
U17: Blikar bjuggu til markið í jafntefli gegn Ísrael
Byrjunarlið kvöldsins.
Byrjunarlið kvöldsins.
Mynd: KSÍ
U17 landslið karla gerði 1-1 jafntefli gegn Ísrael í síðasta leik liðsins í riðlakeppni æfingamóts í Hvíta-Rússlandi, en það var Danijel Dejan Djuric sem skoraði mark Íslands.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Ísrael komst yfir í leiknum en Danijel jafnaði með laglegu marki eftir undirbúning Andra Fannars Baldurssonar. Báðir eru þeir úr Breiðabliki en Danijel er kominn til Midtjylland í Danmörku.

Liðið endaði í 3. sæti riðilsins og mætir Belgíu á laugardaginn.

Ísland vann Moldavíu og tapaði gegn Georgíu í hinum leikjum riðilsins.

Byrjunarlið Íslands:
Ólafur Kristófer Helgason (M)
Jón Gísli Eyland Gíslason
Baldur Hannes Stefánsson
Elmar Þór Jónsson
Róbert Orri Þorkelsson
Davíð Snær Jóhannsson (F)
Baldur Logi Guðlaugsson
Andri Fannar Baldursson
Valgeir Valgeirsson
Danijel Dejan Djuric
Eyþór Aron Wöhler
Athugasemdir
banner
banner