Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 24. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Birkir í beinni útsendingu í kvöld
Ómissandi sunnudagskvöld
Það er fjörug helgi framundan í ítalska boltanum og hefst veislan strax í kvöld þegar Birkir Bjarnason og félagar í Brescia taka á móti AC Milan.

Birkir spilaði seinni hálfleikinn í 2-2 jafntefli gegn Cagliari um síðustu helgi. Leikurinn var fjörugur og fékk Mario Balotelli, samherji Birkis, beint rautt spjald aðeins átta mínútum eftir að hafa verið skipt inn á völlinn.

Brescia er í fallsæti með 15 stig eftir 20 umferðir. Milan hefur verið að spila vel eftir komu Zlatan Ibrahimovic og er búið að vinna tvo leiki í röð. Zlatan og félagar eru aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti sem stendur.

Á morgun eru þrír leikir á dagskrá en aðeins viðureign Torino og Atalanta verður sýnd beint.

Sunnudagurinn verður fjörugur og eru fjórir leikir í beinni útsendingu. Inter mætir Cagliari í hádeginu, Parma tekur svo á móti Udinese áður en fjörið hefst fyrir alvöru.

Sunnudagskvöldið er ómissandi þar sem Roma og Lazio mætast í höfuðborgarslagnum áður en Napoli tekur á móti toppliði Juventus í hatrömmum fjandslag.

Föstudagur:
19:45 Brescia - AC Milan (Stöð 2 Sport 3)

Laugardagur:
14:00 SPAL - Bologna
17:00 Fiorentina - Genoa
19:45 Torino - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
11:30 Inter - Cagliari (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Parma - Udinese (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Sampdoria - Sassuolo
14:00 Verona - Lecce
17:00 Roma - Lazio (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Napoli - Juventus (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir