Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. janúar 2022 10:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
L'pool fylgist með tveimur efnilegum - Vlahovic svarar ekki símanum
Powerade
Vlahovic
Vlahovic
Mynd: EPA
Camavinga
Camavinga
Mynd: Getty Images
Lingard á förum?
Lingard á förum?
Mynd: EPA
Arthur á leið til Arsenal
Arthur á leið til Arsenal
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum þennan mánudaginn, vika er eftir af félagaskiptaglugganum og fullt af kaupum og sölum framundan.



Arsenal mun fá samkeppni frá Juventus í baráttunni um Dusan Vlahovic (21) framherja Fiorentina. Juve hefur boðið í Serbann. (Times)

Vlahovic hefur verið sakaður um að svara ekki símtölum frá formanni Fiorentina eftir að Arsenal kom með tilboð. (Metro)

Liverpool fylgist með stöðu mála hjá Eduardo Camavinga (19) hjá Real Madrid. Félagið hefur lengi haft augastað á Frakkanum. (El Nacional)

Jesse Lingard (29) vill fara frá Manchester United á láni. Samningur hans rennur út í sumar. (MEN)

Tottenham er opið fyrir því að selja Dele Alli (25) og Giovani lo Celso (25). Hvorugur þeirra var í hóp hjá Tottenham í gær. (Goal)

Newcastle gæti horft til Alli ef það tekst ekki að fá Lingard. (Mirror)

Spurs hefur boðið í Ollie Tanner (19) vængmann utandeildarliðsins Lewes. Brighton hefur einnig áhuga. (Athletic)

Brentford er að ganga frá sex mánaða samningi við Christian Eriksen (29). (Sky Sports)

Newcastle nálgast samkomulag um kaup á Mitchel Bakker (25) vinstri bakverði Bayer Leverkusen. (Mirror)

Arsenal er að fá Athur Melo (25) á láni frá Juventus. (90min)

Liverpool fylgist með stöðu mála hjá Fabio Carvalho (19) vængmanni Fulham. (Romano)

Leeds og West Ham fylgjast einnig með samningsmálum Carvalho sem rennur út á samningi í sumar. (Mail)

Vonir Newcastle um að krækja í Duvan Zapata (30) sóknarmann Atalanta, hafa aukist eftir að það kom í ljós að ítalska félagið er tilbúið að lána Zapata. Það myndi kosta Newcastle 8 milljónir punda að fá Kólumbíumanninn út tímabilið. (Mirror)

Enska úrvalsdeildiin ætlar að breyta reglum varðandi frestanir á leikjum. Félög þurfa að minnsta kosti að vera með fjóra leikmenn smitaða til að fá í gegn frestun. (Mail)

Vitor Pereira gæti tekið við Everton. (The Sun)

Watford er í leit að nýjum stjóra en félagið skoðar alvarlega að láta Claudio Ranieri fara. (Times)

Tottenham er í viðræðum við PSG um Tanguy Ndombele. PSG vill fá miðjumanninn á láni. (Mail).

Luke Chadwick, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur lagt skóna á hilluna. (Sky Sports)

Erik Ten Hag er sagður líklegastur ásamt Mauricio Pochettino til að taka við Manchester United næsta sumar. (Mirror)

Renato Sanches hefur gefið í skyn að hann gæti farið frá Lille. Arsenal er á eftir portúgalska miðjumanninum. (Mail)

Bayern Munchen hefur áhuga á að fá Frenkie de Jong frá Barcelona. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner