Skoska stórliðið Celtic hefur sagt upp franska þjálfaranum Wilfreid Nancy. Hann hefur aðeins verið með liðið í rúman mánuð en gengið hefur ekki verið ásættanlegt. Sá franski stýrði liðinu í átta leikjum og tapaði sex þeirra.
Nancy tók við stjórnartaumunum 4. desember og leysti af Martin O'Neil, sem hafði verið ráðinn bráðabirgðastjóri eftir að Brendan Rodgers sagði óvænt af sér. Liðið vann sjö af átta leikjum undir stjórn O'Neil.
Celtic situr í 2. sæti skosku deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Hearts. Liðið tapaði fyrir erkifjendunum í Rangers um helgina og reyndist það vera dropinn sem fyllti mælinn.
Nancy kom til Celtic frá bandaríska félaginu Columbus Crew en hann vann tvo titla við stjórnvölin hjá félaginu. Þá var hann þjálfari ársins í fyrra.
Nancy tók við stjórnartaumunum 4. desember og leysti af Martin O'Neil, sem hafði verið ráðinn bráðabirgðastjóri eftir að Brendan Rodgers sagði óvænt af sér. Liðið vann sjö af átta leikjum undir stjórn O'Neil.
Celtic situr í 2. sæti skosku deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Hearts. Liðið tapaði fyrir erkifjendunum í Rangers um helgina og reyndist það vera dropinn sem fyllti mælinn.
Nancy kom til Celtic frá bandaríska félaginu Columbus Crew en hann vann tvo titla við stjórnvölin hjá félaginu. Þá var hann þjálfari ársins í fyrra.
Athugasemdir




