Portúgalinn Fernando Santos var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Póllands. Santos hætti sem landsliðsþjálfari Portúgals eftir HM í Katar en hann stýrði portúgalska liðinu til Evrópumeistaratitilsins 2016. Árið 2019 vann liðið svo Þjóðadeildina.
Santos, sem er 68 ára, mun flytjast til Varsjá og er ætlað að stýra pólska liðinu á EM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári.
Santos, sem er 68 ára, mun flytjast til Varsjá og er ætlað að stýra pólska liðinu á EM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári.
„Í ráðningarferlinu horfðum við til persónuleikans, árangursins og vildum fá mann sem hafði reynslu af landsliðsþjálfun. Santos tikkaði í öll boxin," segir Cezary Kulesza, forseti pólska fótboltasambandsins.
„Pólska landsliðið er eitt það besta í heimi, það hefur marga hæfileikaríka leikmenn og ég hef sjálfur fengið að kynnast því hversu erfitt er að leika gegn því," segir Santos.
Háværar sögusagnir voru um að Steven Gerrard væri í viðræðum um að taka við pólska landsliðinu en nú er ljóst að pólska sambandið horfði annað.
Athugasemdir