Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 24. janúar 2024 08:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon ferðast til London - Sá dýrasti í sögunni
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eins og sagt var frá núna áðan, þá hefur Elfsborg samþykkt tilboð frá Brentford á Englandi í íslenska landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson.

Hákon, sem er 22 ára gamall, var besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári og mun núna taka mjög spennandi skref til Englands.

Fram kemur á Expressen í Svíþjóð í dag að Hákon muni ferðast til London í dag. Þar muni hann gangast undir læknisskoðun fyrir félagaskiptin; hann er tilbúinn að ganga í raðir Brentford.

Hákon mun þá kosta meira en 40 milljónir sænskra króna, meira en 3,5 milljónir evra. Hann verður dýrasti markvörður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar og er þetta stærsta sala í sögu Elfsborg sem er eitt stærsta félagið í Svíþjóð.

Þetta er gríðarlega spennandi en það er ekki langt síðan Hákon var að spila með Gróttu hér á Íslandi. Núna fer hann að berjast um sæti hjá liði sem er í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner