Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 24. janúar 2025 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Sheffield United mistókst að komast á toppinn
Sheffield Utd 0 - 3 Hull City
0-1 Matt Crooks ('6 )
0-2 Matty Jacobs ('63 )
0-3 Harrison Burrows ('88 , sjálfsmark)

Sheffield United mistókst að komast á toppinn í Championship deildinni þegar liðið tapaði gegn Hull í kvöld.

Matt Crooks gekk til liðs við Hull frá Real Salt Lake í fyrir tveimur vikum síðan. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn i kvöld og sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik.

Chris Wilder, stjóri Sheffield, gerði þrefalda breytingu eftir tæplega klukkutíma leik. Tyrese Campbell var einn þeirra sem kom inn á og hann skoraði með sinni fyrstu snertingu en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Matty Jacob bætti öðru marki Hull við áður en Harrison Burrows varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og innsigla sigur Hull. Leeds fær tækifæri til að ná fjögurra stiga forystu á toppnum þegar liðið mætir Burnley á mánudagskvöldið. Hull stökk upp úr fallsæti með sigrinum.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 32 20 9 3 66 19 +47 69
2 Sheffield Utd 32 21 6 5 46 23 +23 67
3 Burnley 32 17 13 2 39 9 +30 64
4 Sunderland 32 17 11 4 49 28 +21 62
5 Blackburn 32 14 6 12 37 31 +6 48
6 West Brom 32 11 14 7 41 30 +11 47
7 Bristol City 32 11 12 9 40 36 +4 45
8 Sheff Wed 32 12 9 11 45 48 -3 45
9 Middlesbrough 31 12 8 11 50 42 +8 44
10 Coventry 32 12 8 12 42 40 +2 44
11 QPR 33 11 11 11 39 41 -2 44
12 Norwich 32 11 10 11 50 44 +6 43
13 Watford 32 12 6 14 42 48 -6 42
14 Millwall 31 10 10 11 31 32 -1 40
15 Preston NE 31 9 13 9 34 38 -4 40
16 Oxford United 32 9 11 12 34 45 -11 38
17 Swansea 32 10 7 15 33 43 -10 37
18 Portsmouth 32 8 9 15 39 55 -16 33
19 Stoke City 31 7 11 13 28 39 -11 32
20 Cardiff City 31 7 10 14 34 53 -19 31
21 Hull City 31 7 8 16 31 42 -11 29
22 Derby County 33 7 8 18 33 46 -13 29
23 Plymouth 31 6 10 15 34 64 -30 28
24 Luton 31 7 6 18 30 51 -21 27
Athugasemdir
banner
banner
banner