mán 24. febrúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Jordon Mutch í Álasund (Staðfest)
Mutch fagnar marki með Cardiff.
Mutch fagnar marki með Cardiff.
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Jordon Mutch hefur gengið til liðs við Álasund í norsku úrvalsdeildinni.

Álasund vann norsku B-deildina á síðasta ári en með liðinu spila Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson og Hólmbert Aron Friðjónsson.

Hinn 28 ára gamli Mutch spilaði í ensku úrvaldseildinni og Championship deildinni með Birmingham, Watford, Cardiff, QPR og Crystal Palace á árunum 2009 til 2018.

Undanfarin tvö ár hefur hann leikið með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Gyeongnam í Suður-Kóreu.

„Ég er mjög ánægður með að vera hér. Ég er viss um að ég er kominn á góðan stað," sagði Mutch eftir undirskriftina hjá Álasund.

Athugasemdir
banner
banner