Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. febrúar 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toppliðin tvö buðu upp á stórskemmtun og deildu stigunum
Georgia Stanway er 21 árs gömul. Hún skoraði og klúðraði víti. Hér er hún umkringd leikmönnum Chelsea.
Georgia Stanway er 21 árs gömul. Hún skoraði og klúðraði víti. Hér er hún umkringd leikmönnum Chelsea.
Mynd: Getty Images
'Körfuboltaleikur frekar en skák' sagði Emma Hayes, þjálfari Chelsea.
'Körfuboltaleikur frekar en skák' sagði Emma Hayes, þjálfari Chelsea.
Mynd: Getty Images
Bethany England kom Chelsea í 3-2.
Bethany England kom Chelsea í 3-2.
Mynd: Getty Images
María kom inn á eftir að Man City tapaði í 3-3. Hún er að stíga upp úr meiðslum.
María kom inn á eftir að Man City tapaði í 3-3. Hún er að stíga upp úr meiðslum.
Mynd: Getty Images
Man City 3 - 3 Chelsea
1-0 Ellen White ('22)
1-1 Ji So-yun ('39)
2-1 Georgia Stanway ('59)
2-2 Magdalena Ericsson ('68)
2-3 Bethany England ('74)
3-3 Lauren Hemp ('76)

Stórleikur Manchester City og Chelsea fór fram á Academy Stadium í Manchester. Áhorfendur voru ekki sviknir og fengu fullt, fullt fyrir peninginn.

María Þórisdóttir spilaði frá 77. mínútu með Chelsea. Hún er að koma til baka úr meiðslum. María er norsk landsliðskona en faðir hennar er Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

„Ef við getum kallað eitthvað auglýsingu fyrir úrvalsdeild kvenna, þá var það þetta," segir Susy Wrack, fréttaritari á Guardian, í skýrslu sinni um leikinn.

Leikurinn var endanna á milli er topplið Manchester City tók á móti taplausu Chelsea-liði. „Þetta var tilfinningaleikur. Man City vildi vinna á heimavelli, og við vildum vinna til að sanna okkur. Þetta var körfuboltalekur frekar en skák," sagði Emma Hayes, þjálfari Chelsea.

Ellen White kom Man City yfir á 22. mínútu, en fyrir leikhlé jafnaði Ji So-yun, landsliðskona frá Suður-Kóreu, metin.

Staðan var 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik kom hin efnilega Georgia Stanway heimakonum í City yfir með góðu marki eftir skyndisókn. Magdalena Ericsson jafnaði aftur metin fyrir Chelsea tæpum tíu mínútum síðar, en markvörður City, Ellie Roebuck, átti klárlega að gera betur í markinu.

Í næstu sókn eftir jöfnunarmark Chelsea fékk Man City vítaspyrnu. Stanway fór á punktinn, en markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, sá við henni.

Bethany England, landsliðskona Englands, kom Chelsea svo yfir á 74. mínútu. Heimaliðið gafst þó ekki upp og jafnaði Lauren Hemp, önnur landsliðskona Englands, tveimur mínútum síðar.

Lokatölur voru 3-3 og er staðan þannig að Man City er á toppnum með einu stigi meira en Chelsea, sem á leik til góða. Arsenal er svo í þriðja sæti með 36 stig, fjórum stigum minna en City, og leik til góða.

„Þetta er í þeirra höndum núna," sagði Alan Mahon, sem stýrir Manchester City en bætti samt við að það er mikið af leikjum eftir. „Þetta var ekki frábær leikur fyrir hjartað mitt, en þetta var frábær leikur fyrir hlutlausa."

Man City er búið að leika 16 leiki, Chelsea og Arsenal hafa leikið 15. Það eru 22 umferðir spilaðar í deildinni. Þessi þrjú lið eru að berjast um titilinn, en í fjórða sæti er Manchester United með 23 stig.

Úrslit sunnudagsins 23. febrúar
Everton 2 - 3 Man Utd
Birmingham 0 - 1 Bristol City
Brighton 0 - 1 Tottenham
Man City 3 - 3 Chelsea
West Ham 4 - 2 Liverpool

Stöðutöfluna í deildinni má sjá hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner