Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. mars 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Roma vill kaupa Mkhitaryan
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Roma er að vinna að því að kaupa Henrikh Mkhitaryan sem er hjá félaginu á láni frá Arsenal.

Armenski landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við ýmis meiðsli síðan hann mætti til Roma en hefur náð að skora sex mörk í þrettán deildarleikjum.

Þessi 31 árs leikmaður hefur náð að heilla í þeim leikjum sem hann hefur spilað.

Hann hefur náð að hjálpa Roma sem er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar og komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Samningur hans við Arsenal er til sumarsins 2021 en ítalskir fjölmiðlar segja að Roma sé í viðræðum um kaupverð.
Athugasemdir
banner
banner