Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 24. maí 2020 08:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Havertz: Breytt hlutverk gerir mig hættulegri
Mynd: Getty Images
Kai Havertz hefur verið að leysa stöðu framherja hjá Leverkusen í fjarveru Kevin Volland. Havertz segir það hjálpa sér í því að verða enn meiri hætta fyrir andstæðinginn fyrir framan mark þeirra.

Hinn tvítugi Havertz, sem spilar venjulega sem sóknarsinnaður miðjumaður, skoraði tvennu annan leikinn í röð þegar lið Leverkusen lagði Gladbach 3-1 í gær í 27. umferð Bundesliga.

Hann var spurður út í breytingu á stöðu sinni í viðtali við bundesliga.com í gær. „Ég er í frjálsu hlutverki og mér finnst ég ekki þurfa að vera á milli varnarmannanna. Ég get komið dýpra sem hentar mínum leikstíl svo þetta er ekki mikil breyting fyrir mig."

„Ég er þó orðinn hættulegri fyrir framan mark andstæðinganna því ég þarf að koma mér oftar í teiginn, það hentar mér mjög vel,"
sagði Havertz.
Athugasemdir
banner
banner