sun 24. maí 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmaður Bournemouth með veiruna
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn eða starfsmenn félaga í ensku úrvalsdeildinni greindust með kórónuveiruna í vikunni.

AFC Bournemouth er búið að staðfesta að annað smitanna sé í herbúðum félagsins. Leikmaður liðsins sé smitaður, en félagið vill ekki greina frá því hver einstaklingurinn sé.

„Vegna þagnarskyldu lækna munum við ekki greina frá því hvaða leikmaður er smitaður og vill félagið biðja aðra aðila um að virða það," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Bournemouth.

„Eins og segir í reglum úrvalsdeildarinnar mun leikmaðurinn fara í sjö daga einangrun."

Alls hafa átta leikmenn og starfsmenn enskra úrvalsdeildarfélaga smitast frá því að lið byrjuðu að undirbúa sig fyrir lokahnykk 2019-20 tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner