Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bernardo Silva: Viljum gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Manchester City var fyrsta liðið í sögunni til að vinna ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð þegar liðið vann hana á dögunum.


Liðið getur bætt annað met á morgun en liðið mætir grönnum sínum í Man Utd í úrslitum enska bikarsins.

Liðið getur orðið fyrst til að vinna tvo titla tvö ár í röð.

„Við viljum reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður. Við viljum ná þessu meti, það er rétt fyrir framan okkur og við ætlum að undirbúa okkur eins vel og hægt er því við viljum enska bikarinn," sagði Silva.

„Það hjálpar alltaf að hafa þessu markmið. Við erum hópur af leikmönnum og leiðtogum sem eru keppnismenn. Meira að segja á æfingum, við erum keppnismenn í keppnum á móti hvor öðrum. Sigurtilfinningin er mun betri en taptilfinningin, við elskum að vinna."


Athugasemdir
banner
banner