Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. júní 2021 12:21
Elvar Geir Magnússon
Maguire æfir ekki með liðinu í dag
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Það þarf að stýra álaginu á varnarmanninum Harry Maguire og hann æfir ekki með enska landsliðinu í dag. Englendingar mæta Þjóðverjum næsta þriðjudag í 16-liða úrslitum EM alls staðar.

Þessi 28 ára leikmaður Manchester United er að jafna sig af ökklameiðslum og spilaði allan leikinn í 1-0 sigri gegn Tékklandi í vikunni.

Maguire æfir með sjúkraþjálfara í dag en ef bakslag kemur upp varðandi meiðsli hans þá mun Tyrone Mings væntanlega taka stöðu hans við hlið John Stones.

Mason Mount og Ben Chilwell eru í sóttkví og æfa saman. Þeim var skipað í sóttkví eftir að hafa verið í snertingu við Billy Gilmour, leikmann skoska landsliðsins, sem greindist með Covid-19.

Þeir losna úr sóttkví á mánudaginn, deginum fyrir leikinn gegn Þýskalandi.
Athugasemdir
banner