Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. júní 2021 11:36
Elvar Geir Magnússon
Verður ekki lengi á Íslandi ef hann heldur svona áfram
Eggert Aron Guðmundsson byrjaði gegn KA í gær.
Eggert Aron Guðmundsson byrjaði gegn KA í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eggert er náttúrulega bara geggjaður leikmaður," segir Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður Stjörnunnar um sautján ára samherja sinn, Eggert Aron Guðmundsson.

Eggert er fjölhæfur miðjumaður sem er gríðarlega efnilegur en hann fékk byrjunarliðsleik með Stjörnunni í gær þegar liðið mætti KA í bikarnum og tapaði á dramatískan hátt. Eggert átti virkilega góðan leik og var nálægt því að skora.

„Frábært að sjá hann koma inn í þetta, þetta er leikmaður sem við sjáum ekki oft á Íslandi. Getur búið til eitthvað úr engu á litlum svæðum og er með ótrúlega tækni og hreyfingar," segir Brynjar.

„Við ættum að njóta, ef hann heldur svona áfram þá verður hann ekki lengi hér á Íslandi."

Eggert er undir smásjá erlendra félagsliða og hefur farið til reynslu hjá AGF í Danmörku. Í fyrra skoraði hann sitt fyrsta meistaraflokksmark í Lengjubikarnum í fyrra eftir að hafa tekið Zidane snúning. Markið má sjá með því að smella hérna.

„Eggert er maðurinn" hefur Silfurskeiðin, stuðningsmannahópur Stjörnunnar, sungið um Eggert þegar hann hefur komið af bekknum í Pepsi Max-deildinni.
Brynjar Gauti: Sáu allir og ömmur þeirra að boltinn var farinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner