Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. júlí 2021 16:05
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Gary Martin skoraði og lagði upp í dramatískum sigri á Vestra
Lengjudeildin
Gary Martin var frábær í dag
Gary Martin var frábær í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 1 - 2 Selfoss
1-0 Pétur Bjarnason ('51 )
1-1 Gary John Martin ('56 )
1-2 Valdimar Jóhannsson ('93 )
Lestu um leikinn

Selfoss sótti langþráðan sigur til Ísafjarðar í dag er liðið vann Vestra 2-1 í Lengjudeildinni.

Selfyssingar höfðu ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum fram að leiknum í dag.

Vestri átti besta færi fyrri hálfleiksins en það kom á 23. mínútu. Fyrst kom skalli sem Stefán Þór Ágústsson varði og svo varði hann skot sem kom í kjölfarið.

Staðan í hálfleik markalaus en það dró til tíðinda á 51. mínútu er Pétur Bjarnason skoraði fyrir Vestra. Benedikt V. Warén átti hornspyrnu beint á kollinn á Pétri sem stangaði hann í netið.

Selfyssingar voru þó ekki lengi að svara. Sergine Fall braut á Gary Martin innan teigs fimm mínútum síðar. Brenton Muhammad varði vítið út í teig, aftur á Gary sem klikkaði ekki á færinu.

Þegar það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma skoruðu Selfyssingar sigurmarkið. Þorlákur Breki Þ. Baxter og Gary spiluðu sín á milli. Gary fékk gott pláss og sá Valdimar Jóhannsson kom á fjær. Hann kom boltanum fyrir og kláraði Valdimar dæmið.

Dramatískur sigur Selfyssinga á Ísafirði. Selfoss er með 12 stig í 10. sæti en Vestri með 19 stig í 7. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner