
Völsungur ætlar að halda í við topplið Hauka og KR í baráttunni um sæti í Lengjudeild kvenna. Húsvíkingar unnu 5-2 sigur á ÍH í kvöld þar sem þær Sonja Björg Sigurðardóttir og Halla Bríet Kristjánsdóttir skoruðu báðar tvö mörk.
Gestirnir frá Húsavík komust í 2-0 á fjórum mínútum áður en Ingibjörg Magnúsdóttir minnkaði muninn fyrir heimakonur. Halla Bríet bætti við þriðja marki Völsungs á 28. mínútu.
ÍH kom sterkt inn í síðari hálfleikinn. Margrét Helga Ólafsdóttir gerði annað mark ÍH en Sonja og Halla náðu að gera út um leikinn með tveimur mörkum á tveimur mínútum.
Völsungur er í 3. sæti með 35 stig, stigi frá toppnum.
Tveir leikir fóru þá fram í C-úrslitum. Dalvík/Reynir vann 3-2 sigur á Álftanesi á meðan Smári og Vestri gerðu 2-2 jafntefli.
Vestri er á toppnum í riðlinum með 15 stig eins og Dalvík/Reynir, sem er í öðru sætinu, en síðan kemur Álftanes í næst neðsta með 11 stig og Smári á botninum með 3 stig.
A-úrslit:
ÍH 2 - 5 Völsungur
0-1 Sonja Björg Sigurðardóttir ('1 )
0-2 Árdís Rún Þráinsdóttir ('4 )
1-2 Ingibjörg Magnúsdóttir ('20 )
1-3 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('28 )
2-3 Margrét Helga Ólafsdóttir ('64 )
2-4 Sonja Björg Sigurðardóttir ('82 )
2-5 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('84 )
C-úrslit:
Smári 2 - 2 Vestri
1-0 Magnea Dís Guðmundsdóttir ('42 )
2-0 Ásta Hind Ómarsdóttir ('81 )
2-1 Svala Katrín Birkisdóttir ('85 )
2-2 Mimi Eiden ('90 )
Álftanes 2 - 3 Dalvík/Reynir
0-1 Lilja Björg Geirsdóttir ('2 )
1-1 Klara Kristín Kjartansdóttir ('40 )
2-1 Ásthildur Lilja Atladóttir ('43 )
2-2 Fjóla Rún Sölvadóttir ('60 )
2-3 Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir ('65 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir