Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 24. ágúst 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Cole ráðinn í þjálfarateymi Englands
Enski landsliðsbakvörðurinn fyrrverandi Ashley Cole hefur tekið við starfi í þjálfarateymi enska landsliðsins, sem hann mun sinna samhliða starfi sínu hjá Birmingham City.

Cole er í þjálfarateyminu hjá Birmingham, þar sem hann þjálfar meðal annars WIllum Þór Willumsson og Alfons Sampsted sem gengu til liðs við félagið í sumar.

Cole er 43 ára gamall og spilaði 107 landsleiki fyrir England á ferlinum. Hann var talinn til allra bestu bakvarða í heimi á sínum tíma þar sem hann var lykilmaður hjá Arsenal áður en hann var seldur yfir til fjandliðsins Chelsea.

Enska fótboltasambandið er þessa dagana í leit að þjálfara eftir að Gareth Southgate ákvað að hætta með landsliðið eftir tap í úrslitaleik EM í sumar.

Lee Carsley er bráðabrigðaþjálfari þar til arftaki Southgate finnst.


Athugasemdir
banner
banner