Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 24. ágúst 2024 10:42
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brighton og Man Utd: Ein breyting frá fyrstu umferð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Önnur umferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer af stað von bráðar þegar Brighton tekur a móti Manchester United í æsispennandi slag.

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og er ekkert sem kemur á óvart. Þjálfararnir gera samanlagt eina breytingu á byrjunarliðum sínum frá því í fyrstu umferð.

Það er Fabian Hürzeler sem gerir eina breytingu á byrjunarliði Brighton sem vann 0-3 gegn Everton í fyrstu umferð. Það er Billy Gilmour sem kemur inn á miðjuna hjá Hürzeler fyrir Mats Wieffer sem dettur úr hóp eftir að hafa spilað allan leikinn gegn Everton og gefið stoðsendingu.

Gilmour var ekki með í fyrstu umferð útaf áhuga frá Napoli sem virtist vera staðráðið í að festa kaup á honum, en hætti svo við.

Þá kemur Georginio Rutter inn á bekkinn hjá Brighton eftir að félagið keypti hann úr röðum Leeds á dögunum fyrir um 40 milljónir punda, sem er metfé fyrir félagið.

Erik ten Hag breytir engu í liði Man Utd eftir 0-1 sigur gegn Fulham. Markaskorarinn Joshua Zirkzee byrjar aftur á bekknum.

Brighton: Steele, Dunk, Milner, Pedro, Gilmour, Minteh, Welbeck, Mitoma, Van Hecke, Veltman, Hinshelwood.
Varamenn: Rushworth, Lamptey, Igor, Webster, Enciso, Rutter, Adingra, Ayari.

Man Utd: Onana; Mazraoui, Maguire, Martinez, Dalot; Casemiro, Mainoo; Amad, Mount, Rashford; Fernandes.
Varamenn: Bayindir, De Ligt, Evans, Collyer, Eriksen, McTominay, Antony, Garnacho, Zirkzee.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner