Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 24. ágúst 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Ellefti leikmaðurinn sem De Zerbi fær til Marseille (Staðfest)
Mynd: Marseille
Franska félagið Marseille hefur staðfest kaupin á enska vængmanninum Jonathan Rowe en hann kemur til félagsins frá Norwich City.

Rowe er 21 árs gamall og kemur til Marseille á láni út tímabilið en franska félagið mun kaupa hann fyrir 17,5 milljónir evra næsta sumar.

Englendingurinn átti stórkostlegt tímabil með Norwich í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, en hann skoraði þrettán mörk og var tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar.

Roberto De Zerbi, nýr þjálfari Marseille, vildi ólmur fá Rowe inn í hópinn, en Rowe er fjórði leikmaðurinn sem kemur úr enska boltanum.

Hann hafði þegar fengið Mason Greenwood og Pierre-Emile Höjbjerg úr ensku úrvalsdeildinni og þá kom Ismael Kone frá B-deildarliði Watford.


Athugasemdir
banner