Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 24. september 2020 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn um Evrópu: Við erum lítið að leiða hugann að því
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fengu Fossvogspiltana úr Víkingi Reykjavík í heimsókn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni í kvöld.

Fylkismenn höfðu ekki unnið síðustu tvo leiki sína og þurftu á sigri að halda til að halda í Evrópudrauminn sem lifir enn góðu lífi eftir kvöldið í kvöld í Árbænum en Fylkismenn höfðu betur gegn Víkingi, 2-1.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Víkingur R.

„Góð þrjú stig í fyrsta lagi og við reyndum bara aðeins að laga varnarleikinn frá síðustu tveim leikjum og það tókst ágætlega þó Víkingar hafi alveg fengið færi þá heilt yfir var þetta betri varnarleikur hjá okkur heldur en í síðustu tveimur leikjum þannig það er það sem við vorum ánægðir með." Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. 

Ágætis jafnræði var með liðunum og hefði leikurinn getað dottið báðum meginn en Fylkismenn sýndu góðan karakter og sóttu sér öll stiginn.
„Það var mjög vel gert, Arnór Borg gerir rosalega vel í að sækja horn einn á móti fjórum og við erum mjög hættulegir í hornspyrnum og það borgaði sig." 

Valdimar Þór Ingimundarsson, markahæsti maður Fylkis er nú horfinn á braut en Atli Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur á því að hans menn stígi ekki upp og fylli hans skarð.
„Maður kemur í mans stað og allt það og auðvitað tekur það kannski einhvern tíma fyrir menn að fylla skarðið hans Valda en menn sögðu líka eftir tímabilið í fyrra að enginn myndi fylla í skarðið eftir Geoffrey en Valdi gerði það og nú er bara næsti maður inn sem getur tekið þetta pláss." 

Fylkismenn eru enn í harðri evrópubaráttubaráttu en Atli Sveinn vill ekki meina að það sé það sem þeir séu að spá í þessa stundina.
„Við erum lítið að leiða hugan að því, bara að reyna að komast aftur á sigurbraut og það tókst og þessi sigur fer fyrir lítið ef við gerum ekki eitthvað gott í Frostaskjóli á sunnudaginn." 

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner