Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 24. september 2020 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn um Evrópu: Við erum lítið að leiða hugann að því
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fengu Fossvogspiltana úr Víkingi Reykjavík í heimsókn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni í kvöld.

Fylkismenn höfðu ekki unnið síðustu tvo leiki sína og þurftu á sigri að halda til að halda í Evrópudrauminn sem lifir enn góðu lífi eftir kvöldið í kvöld í Árbænum en Fylkismenn höfðu betur gegn Víkingi, 2-1.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Víkingur R.

„Góð þrjú stig í fyrsta lagi og við reyndum bara aðeins að laga varnarleikinn frá síðustu tveim leikjum og það tókst ágætlega þó Víkingar hafi alveg fengið færi þá heilt yfir var þetta betri varnarleikur hjá okkur heldur en í síðustu tveimur leikjum þannig það er það sem við vorum ánægðir með." Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. 

Ágætis jafnræði var með liðunum og hefði leikurinn getað dottið báðum meginn en Fylkismenn sýndu góðan karakter og sóttu sér öll stiginn.
„Það var mjög vel gert, Arnór Borg gerir rosalega vel í að sækja horn einn á móti fjórum og við erum mjög hættulegir í hornspyrnum og það borgaði sig." 

Valdimar Þór Ingimundarsson, markahæsti maður Fylkis er nú horfinn á braut en Atli Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur á því að hans menn stígi ekki upp og fylli hans skarð.
„Maður kemur í mans stað og allt það og auðvitað tekur það kannski einhvern tíma fyrir menn að fylla skarðið hans Valda en menn sögðu líka eftir tímabilið í fyrra að enginn myndi fylla í skarðið eftir Geoffrey en Valdi gerði það og nú er bara næsti maður inn sem getur tekið þetta pláss." 

Fylkismenn eru enn í harðri evrópubaráttubaráttu en Atli Sveinn vill ekki meina að það sé það sem þeir séu að spá í þessa stundina.
„Við erum lítið að leiða hugan að því, bara að reyna að komast aftur á sigurbraut og það tókst og þessi sigur fer fyrir lítið ef við gerum ekki eitthvað gott í Frostaskjóli á sunnudaginn." 

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner