Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. september 2020 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn um Evrópu: Við erum lítið að leiða hugann að því
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fengu Fossvogspiltana úr Víkingi Reykjavík í heimsókn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni í kvöld.

Fylkismenn höfðu ekki unnið síðustu tvo leiki sína og þurftu á sigri að halda til að halda í Evrópudrauminn sem lifir enn góðu lífi eftir kvöldið í kvöld í Árbænum en Fylkismenn höfðu betur gegn Víkingi, 2-1.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Víkingur R.

„Góð þrjú stig í fyrsta lagi og við reyndum bara aðeins að laga varnarleikinn frá síðustu tveim leikjum og það tókst ágætlega þó Víkingar hafi alveg fengið færi þá heilt yfir var þetta betri varnarleikur hjá okkur heldur en í síðustu tveimur leikjum þannig það er það sem við vorum ánægðir með." Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. 

Ágætis jafnræði var með liðunum og hefði leikurinn getað dottið báðum meginn en Fylkismenn sýndu góðan karakter og sóttu sér öll stiginn.
„Það var mjög vel gert, Arnór Borg gerir rosalega vel í að sækja horn einn á móti fjórum og við erum mjög hættulegir í hornspyrnum og það borgaði sig." 

Valdimar Þór Ingimundarsson, markahæsti maður Fylkis er nú horfinn á braut en Atli Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur á því að hans menn stígi ekki upp og fylli hans skarð.
„Maður kemur í mans stað og allt það og auðvitað tekur það kannski einhvern tíma fyrir menn að fylla skarðið hans Valda en menn sögðu líka eftir tímabilið í fyrra að enginn myndi fylla í skarðið eftir Geoffrey en Valdi gerði það og nú er bara næsti maður inn sem getur tekið þetta pláss." 

Fylkismenn eru enn í harðri evrópubaráttubaráttu en Atli Sveinn vill ekki meina að það sé það sem þeir séu að spá í þessa stundina.
„Við erum lítið að leiða hugan að því, bara að reyna að komast aftur á sigurbraut og það tókst og þessi sigur fer fyrir lítið ef við gerum ekki eitthvað gott í Frostaskjóli á sunnudaginn." 

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner