Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 15:21
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið KR og Gróttu: Flóki inn fyrir Óskar Örn
Kristján Flóki byrjar hjá KR.
Kristján Flóki byrjar hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar sest á bekkinn í dag.
Óskar sest á bekkinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Grótta mætast á KR-velli í Pepsi Max-deild karla klukkan 16:15 en leikurinn hefst svo snemma vegna birtuskilyrða þar sem ekki eru flóðljós á KR-velli. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Smelltu hér fyrir textalýsingu úr leiknum

Rúnar Kristinsson þjálfari KR gerir eina breytingu á liði sínu frá 0 - 2 útisigrinum á Breiðabliki á mánudaginn. Frá þeim leik kemur Kristján Flóki Finbogason inn fyrir fyrirliðann Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason fær þá fyrirliðabandið.

Síðasti leikur Gróttu var 3 - 0 tap gegn ÍA á Akranesi á mánudagskvöldið. Ágúst Gylfason þjálfari liðsins gerir þrjár breyingar á liði sínu frá þeim leik. Arnar Þór Helgason, Sigurvin Reynisson og Karl Friðleifur Gunnarsson koma inn í liðið.

Bjarki Leósson, Halldór Kristján Baldursson og Óliver Dagur Thorlacius setjast á bekkinn.



Byrjunarlið KR
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason
29. Stefán Árni Geirsson

Byrjunarlið Gróttu
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
4. Tobias Sommer
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Pétur Theódór Árnason
10. Kristófer Orri Pétursson
16. Kristófer Melsted
19. Axel Freyr Harðarson
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
21. Óskar Jónsson
30. Ólafur Karel Eiríksson

Leikir dagsins - textalýsingar
16:00 KA - HK
16:15 KR - Grótta
16:15 FH - Valur
16:15 Fjölnir - ÍA
19:15 Breiðablik - Stjarnan
19:15 Fylkir - Víkingur

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner