Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
   lau 24. september 2022 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Leikmaður ársins í 2. deild: Ísland er frekar svalt land
Kvenaboltinn
Jessie fagnar marki í sumar.
Jessie fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jessica Grace Kass Ray, eða Jessie, eins og hún er kölluð er leikmaður ársins í 2. deild kvenna. Hún átti stórkostlegt tímabil með Fram og skoraði alls 17 mörk í 16 leikjum.

„Mér líður mjög vel og ég er stolt af liðinu í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum lagt á okkur allt tímabilið. Það eru hæðir og lægðir í þessu, en það er mjög gott að lyfta bikarnum í lok tímabilsins," sagði hún í samtali við Fótbolta.net eftir 1-4 tap gegn Völsungi í lokaumferðinni.

Jessie, sem er frá Bandaríkjunum, gekk í raðir Fram fyrir tímabilið. Hún er búin að vera gríðarlega mikilvæg fyrir liðið og var með fyrirliðabandið í dag.

„Ég fékk góða tilfinningu frá Óskari (Smára Haraldssyni, þjálfara Fram). Hann er frábær þjálfari og hefur hjálpað mér að þróast bæði sem leikmaður og manneskja. Þetta var spennandi verkefni að vera hluti af. Ísland er líka frekar svalt land og hví ekki að skoða það í nokkra mánuði?"

„Þetta hefur verið góð reynsla. Ég hef saknað þess að fá eðlilegt sumar, en ég hef elskað að ferðast og skoða landið. Allt fólkið er vingjarnlegt og hefur tekið vel á móti mér. Þetta er búið að vera frábær reynsla."

Ætlar hún að spila með Fram á næsta tímabili? „Ég er ekki viss, en ég er klárlega að íhuga það. Við verðum að sjá til."

„Það er partý hérna uppi. Það verður gaman," sagði Jessie sem er leikmaður ársins í 2. deild kvenna.

Hún var besti leikmaður deildarinnar í sumar
Óskar Smári, þjálfari Fram, var spurður út í þennan öfluga leikmann eftir leikinn í dag.

„Hún var bara besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Óskar Smári. „Hún er ekki bara besti leikmaðurinn inn á vellinum, hún gerir hluti utan vallar sem þú sérð ekki inn á vellinum."

„Hún er einstakur karakter og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hún er drífandi, jákvæð og ég gæti endalaust talað um hana. Hún minnir mig pínu á Murielle (Tiernan) fyrir Tindastól. Hún kemur inn og breytir kúltúrnum varðandi ákveðna hluti. Hún er bara frábær leikmaður og enn betri karakter," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner