Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 24. september 2022 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Leikmaður ársins í 2. deild: Ísland er frekar svalt land
Kvenaboltinn
Jessie fagnar marki í sumar.
Jessie fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jessica Grace Kass Ray, eða Jessie, eins og hún er kölluð er leikmaður ársins í 2. deild kvenna. Hún átti stórkostlegt tímabil með Fram og skoraði alls 17 mörk í 16 leikjum.

„Mér líður mjög vel og ég er stolt af liðinu í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum lagt á okkur allt tímabilið. Það eru hæðir og lægðir í þessu, en það er mjög gott að lyfta bikarnum í lok tímabilsins," sagði hún í samtali við Fótbolta.net eftir 1-4 tap gegn Völsungi í lokaumferðinni.

Jessie, sem er frá Bandaríkjunum, gekk í raðir Fram fyrir tímabilið. Hún er búin að vera gríðarlega mikilvæg fyrir liðið og var með fyrirliðabandið í dag.

„Ég fékk góða tilfinningu frá Óskari (Smára Haraldssyni, þjálfara Fram). Hann er frábær þjálfari og hefur hjálpað mér að þróast bæði sem leikmaður og manneskja. Þetta var spennandi verkefni að vera hluti af. Ísland er líka frekar svalt land og hví ekki að skoða það í nokkra mánuði?"

„Þetta hefur verið góð reynsla. Ég hef saknað þess að fá eðlilegt sumar, en ég hef elskað að ferðast og skoða landið. Allt fólkið er vingjarnlegt og hefur tekið vel á móti mér. Þetta er búið að vera frábær reynsla."

Ætlar hún að spila með Fram á næsta tímabili? „Ég er ekki viss, en ég er klárlega að íhuga það. Við verðum að sjá til."

„Það er partý hérna uppi. Það verður gaman," sagði Jessie sem er leikmaður ársins í 2. deild kvenna.

Hún var besti leikmaður deildarinnar í sumar
Óskar Smári, þjálfari Fram, var spurður út í þennan öfluga leikmann eftir leikinn í dag.

„Hún var bara besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Óskar Smári. „Hún er ekki bara besti leikmaðurinn inn á vellinum, hún gerir hluti utan vallar sem þú sérð ekki inn á vellinum."

„Hún er einstakur karakter og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hún er drífandi, jákvæð og ég gæti endalaust talað um hana. Hún minnir mig pínu á Murielle (Tiernan) fyrir Tindastól. Hún kemur inn og breytir kúltúrnum varðandi ákveðna hluti. Hún er bara frábær leikmaður og enn betri karakter," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner