Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 24. september 2022 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Leikmaður ársins í 2. deild: Ísland er frekar svalt land
Jessie fagnar marki í sumar.
Jessie fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jessica Grace Kass Ray, eða Jessie, eins og hún er kölluð er leikmaður ársins í 2. deild kvenna. Hún átti stórkostlegt tímabil með Fram og skoraði alls 17 mörk í 16 leikjum.

„Mér líður mjög vel og ég er stolt af liðinu í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum lagt á okkur allt tímabilið. Það eru hæðir og lægðir í þessu, en það er mjög gott að lyfta bikarnum í lok tímabilsins," sagði hún í samtali við Fótbolta.net eftir 1-4 tap gegn Völsungi í lokaumferðinni.

Jessie, sem er frá Bandaríkjunum, gekk í raðir Fram fyrir tímabilið. Hún er búin að vera gríðarlega mikilvæg fyrir liðið og var með fyrirliðabandið í dag.

„Ég fékk góða tilfinningu frá Óskari (Smára Haraldssyni, þjálfara Fram). Hann er frábær þjálfari og hefur hjálpað mér að þróast bæði sem leikmaður og manneskja. Þetta var spennandi verkefni að vera hluti af. Ísland er líka frekar svalt land og hví ekki að skoða það í nokkra mánuði?"

„Þetta hefur verið góð reynsla. Ég hef saknað þess að fá eðlilegt sumar, en ég hef elskað að ferðast og skoða landið. Allt fólkið er vingjarnlegt og hefur tekið vel á móti mér. Þetta er búið að vera frábær reynsla."

Ætlar hún að spila með Fram á næsta tímabili? „Ég er ekki viss, en ég er klárlega að íhuga það. Við verðum að sjá til."

„Það er partý hérna uppi. Það verður gaman," sagði Jessie sem er leikmaður ársins í 2. deild kvenna.

Hún var besti leikmaður deildarinnar í sumar
Óskar Smári, þjálfari Fram, var spurður út í þennan öfluga leikmann eftir leikinn í dag.

„Hún var bara besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Óskar Smári. „Hún er ekki bara besti leikmaðurinn inn á vellinum, hún gerir hluti utan vallar sem þú sérð ekki inn á vellinum."

„Hún er einstakur karakter og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hún er drífandi, jákvæð og ég gæti endalaust talað um hana. Hún minnir mig pínu á Murielle (Tiernan) fyrir Tindastól. Hún kemur inn og breytir kúltúrnum varðandi ákveðna hluti. Hún er bara frábær leikmaður og enn betri karakter," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner