29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 24. september 2023 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði að tapa öðrum heimaleiknum í röð. Fyrri hálfleikur varð okkur að falli. Stjörnumenn voru sterkari en við. Við sýnum karakter í seinni hálfleik. Við náum inn marki en gefum mark klaufalega í kjölfarið. Við reyndum en þetta gekk ekki upp í dag." Segir Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna mann í FH gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

FH mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

„Það var hugarfarsbreyting og við hentum Ástbirni í vængstöðuna. Aðal breytingin var hugarfarsbreyting og í seinni hálfleik náum við að klukka þá sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik."

Þriðja mark Stjörnunnar kom gegn gangi leiksins.

„Vonbrigði að fá þetta á sig. Það var gott moment með okkur. Klaufalegt af okkur hálfu. Þetta dró aðeins úr okkur tennurnar. Við gátum komist sex stigum frá Stjörnunni með sigri."

Baráttan um Evrópusæti er mjög jöfn eftir úrslit í þessum leik.

„Þetta verður bara fram á síðustu umferð. Hörkuleikir fram undan. Fyrir mér er þetta einfalt ef við ætlum að vinna liðin í efri hlutanum þurfum við að sýna tvo góða hálfleika í hverjum leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við restinni af leikjunum."
Athugasemdir
banner