Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 24. september 2023 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði að tapa öðrum heimaleiknum í röð. Fyrri hálfleikur varð okkur að falli. Stjörnumenn voru sterkari en við. Við sýnum karakter í seinni hálfleik. Við náum inn marki en gefum mark klaufalega í kjölfarið. Við reyndum en þetta gekk ekki upp í dag." Segir Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna mann í FH gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

FH mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

„Það var hugarfarsbreyting og við hentum Ástbirni í vængstöðuna. Aðal breytingin var hugarfarsbreyting og í seinni hálfleik náum við að klukka þá sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik."

Þriðja mark Stjörnunnar kom gegn gangi leiksins.

„Vonbrigði að fá þetta á sig. Það var gott moment með okkur. Klaufalegt af okkur hálfu. Þetta dró aðeins úr okkur tennurnar. Við gátum komist sex stigum frá Stjörnunni með sigri."

Baráttan um Evrópusæti er mjög jöfn eftir úrslit í þessum leik.

„Þetta verður bara fram á síðustu umferð. Hörkuleikir fram undan. Fyrir mér er þetta einfalt ef við ætlum að vinna liðin í efri hlutanum þurfum við að sýna tvo góða hálfleika í hverjum leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við restinni af leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner