Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 24. september 2023 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði að tapa öðrum heimaleiknum í röð. Fyrri hálfleikur varð okkur að falli. Stjörnumenn voru sterkari en við. Við sýnum karakter í seinni hálfleik. Við náum inn marki en gefum mark klaufalega í kjölfarið. Við reyndum en þetta gekk ekki upp í dag." Segir Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna mann í FH gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

FH mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

„Það var hugarfarsbreyting og við hentum Ástbirni í vængstöðuna. Aðal breytingin var hugarfarsbreyting og í seinni hálfleik náum við að klukka þá sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik."

Þriðja mark Stjörnunnar kom gegn gangi leiksins.

„Vonbrigði að fá þetta á sig. Það var gott moment með okkur. Klaufalegt af okkur hálfu. Þetta dró aðeins úr okkur tennurnar. Við gátum komist sex stigum frá Stjörnunni með sigri."

Baráttan um Evrópusæti er mjög jöfn eftir úrslit í þessum leik.

„Þetta verður bara fram á síðustu umferð. Hörkuleikir fram undan. Fyrir mér er þetta einfalt ef við ætlum að vinna liðin í efri hlutanum þurfum við að sýna tvo góða hálfleika í hverjum leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við restinni af leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner