Leikurinn á sunnudag klukkan 14
Southamton og Everton eigast við í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00 á sunnudag. Hér má sjá líkleg byrjunarlið leiksins að mati Guardian en því er spáð að Gylfi Þór Sigurðsson byrji á bekknum hjá Everton.
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar sem lykilmaðurinn Richarlison fékk rautt spjald í jafnteflinu dramatíska gegn Liverpool um síðustu helgi og tekur því út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni.
Kólumbíumaðurinn James Rodriguez er tæpur fyrir leikinn vegna minniháttar meiðsla en honum er þó spáð í byrjunarliðið.
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar sem lykilmaðurinn Richarlison fékk rautt spjald í jafnteflinu dramatíska gegn Liverpool um síðustu helgi og tekur því út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni.
Kólumbíumaðurinn James Rodriguez er tæpur fyrir leikinn vegna minniháttar meiðsla en honum er þó spáð í byrjunarliðið.
Í leiknum verða tveir öflugir markaskorarar í sviðsljósinu, Dominic Calvert-Lewin hefur verið sjóðheitur fyrir Everton og Danny Ings elskar að skora fyrir Southampton.
Calvert-Lewin hefur skorað í öllum fimm úrvalsdeildarleikjum Everton á tímabilinu en Sergio Aguero hjá Manchester City er sá eini sem hefur afrekað það að skora í fyrstu sex leikjum á nýju tímabili.
Everton hefur raðað inn mörkum og er með fjórtan mörk skoruð í fimm leikjum. Þetta er mesta markaskorun þeirra í upphafi tímabils frá því 1936.
Ings hefur skorað 26 úrvalsdeildarmörk síðan í upphafi síðasta tímabils, aðeins Jamie Vardy hjá Leicester hefur skorað fleiri eða 28 mörk.
Hjá Everton eru Jonjoe Kenny og Seamus Coleman á meiðslalistanum.
Hjá Southampton má Theo Walcott ekki spila þar sem hann er á láni frá Everton. Moussa Djenepo er enn á meiðslalistanum en Stuart Armstrong snýr aftur eftir að hafa verið í sóttkví.
Everton er ósigrað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar horft er í allar keppnir en þetta er besta byrjun liðsins á tímabili frá því 1986-87 þegar liðið byrjaði tímabilið á níu sigrum og fór alla leið og vann Englandsmeistaratitilinn.
Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu er Southampton nú ósigrað í þremur, tveir sigurleikir og einn tapleikur.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 4 | 4 | 0 | 0 | 9 | 4 | +5 | 12 |
2 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
3 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Man City | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 | 4 | +4 | 6 |
9 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
10 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
11 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Man Utd | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 7 | -3 | 4 |
15 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
16 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
17 | Burnley | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 7 | -3 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir