Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 24. nóvember 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Bale tekur slaginn með Zlatan - „Það þarf að rannsaka þetta"
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale er sammála sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic um að það þurfi að rannsaka EA Sports og leyfi þeirra fyrir að nota ímynd þeirra í leiknum en þeir vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum.

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn hefur gefið út FIFA-leikinn frá árinu 1993 en hann hefur notið vinsælda um allan heim. Leikurinn er með leyfi frá alþjóðaknattspyrnusambandi FIFA og þá hinum ýmsu deildum frá ólíkum heimhornum.

Bale og Zlatan koma nú fram opinberlega aðeins sólarhring eftir að EA Sports tilkynnti samning við ensku ofurstjörnuna David Beckham en hann mun þéna 40 milljónir punda á þremur árum.

Leikmenn leita nú réttar síns en Zlatan segist ekki hafa fengið krónu frá framleiðandanum. Hann kannast þá ekki við að vera í leikmannasamtökum FIFPro en hann ætlar að láta rannsaka málið frekar.

Bale var sammála honum á Twitter og segir að það sé kominn tími á að rannsaka þetta mál. Mino Raiola, einn öflugasti umboðsmaður heims og jafnframt umboðsmaður Zlatans, vonast þá til að fá svör við bréfum sem hann hefur sent á bæði EA og FIFPro.

David Ornstein, blaðamaður á Athletic, skrifaði ítarlega grein um einmitt þetta í sumar en fjölmargir knattspyrnumenn eru í málaferlum gegn tölvuleikjaframleiðundum, veðmálasíðum og fyrirtækum sem notast við ímyndarrétt þeirra og krefjast þess að fá mörg hundruð milljón punda í skaðabætur.

EA Sports er nú þegar að íhuga stöðu sína og eru líkur á því að bæði Zlatan og Bale verði kippt út úr leiknum á næstu misserum en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.




Athugasemdir
banner
banner
banner