Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 24. nóvember 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Jakob stóð sig vel hjá Molde
Mynd: Aðsend
Birkir Jakob Jónsson, 15 ára framherji úr Fylki, stóð sig vel á reynslu hjá norska stórliðinu Molde á dögunum.

Norskir fjölmiðlar fjalla mikið um Birki í vikunni og segja að hann gæti orðið leikmaður Molde í framtíðinni.

Birkir er fæddur árið 2005 og því ennþá í 3. flokki. Í sumar spilaði Birkir einungis með 2. flokki hjá Fylki í A-deild.

Birkir æfði með unglingaliðum Molde í fyrra en hann var aftur til reynslu hjá félaginu á dögunum.

„Birkir er áhugaverður leikmaður. Hann hefur vaxið mikið síðasta árið og hann er með spennandi líkamsbyggingu," sagði Thomas Mork yfirmaður akademíu Molde.

„Hann hefur staðið sig vel fyrir lið sitt á Íslandi þar sem hann skorar meira en eitt mark að meðaltali gegn leikmönnum sem eru þremur og fjórum árum eldri."
Athugasemdir