Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 24. nóvember 2022 16:40
Elvar Geir Magnússon
Lukaku mættur aftur til æfinga
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, stjóri Belgíu, hefur staðfest að sóknarmaðurinn Romelu Lukaku sé farinn að æfa með hópnum en vill ekkert segja til um það hvort hann geti byrjað gegn Marokkó.

Lukaku var í stúkunni þegar Belgar unnu nauman sigur gegn Kanada í gær og vonast til að geta verið í hópnum þegar leikið verður gegn Marokkó á sunnudag.

Þá yrði hann á undan áætlun en stefnt var að því að hann gæti tekið þátt í þriðja leik Belga í riðlinum, leiknum gegn Króatíu þann 1. desember.

„Við stýrðum álaginu á æfingunni og sjáum hvernig skrokkurinn á honum bregst við. Læknateymið vill ekki taka neina áhættu með hann. Ég get ekkert sagt hvort hann verði klár í leikinn gegn Marokkó en við komumst að því á næstu tveimur dögum," segir Martínez.

„Við erum ánægðir með þróun mála hjá honum en vitum ekki hvort hann verði klár í að spila annan eða þriðja leikinn."

Lukaku spilar með Inter en hann varð fyrir vöðvameiðslum þann 29. ágúst. Þátttaka hans á HM var í vafa alveg þar til á síðustu mínútu.
Athugasemdir
banner
banner