Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 25. janúar 2020 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um seinagang launagreiðslna: Ekki úr lausu lofti gripið en kryddað með All-season kryddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi.

Viðtalinu var skipt upp í tvo hluta, vegna tæknivandamála, og fjallaði fyrri hlutinn almennt um leikinn.

Sjá einnig:

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur


Í seinni hlutanum var rætt við Arnar um sögur af vandamálum Víkings þegar kemur að því að greiða leikmönnum félagsins laun á réttum tíma.

„Hvað segja leikmennirnir sem fá ekki borgað þá. Það eru fullt af leikmönnum sem fá ekki borgað," sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á þriðjudaginn.

„Það er þannig umhverfi núna í íslenskum fótboltaheimi - það er smá vesen fyrir liðin að borga kannski á réttum tíma en ég get fullyrt það að allir fái greitt," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Á þetta að gerast? Nei, en því miður er þetta óheppileg staða hjá mörgum fótboltaliðum að greiðslur berast kannski í seinna falli en við erum ekki að tala um tveggja-þriggja mánaða skuldir."

„Við erum að tala um að greiðslur berist síðar í mánuðinum og þá sérstaklega á tímabilinu desember, janúar, febrúar. Þá eru styrktaraðilarnir ekki búnir að borga og menn eru aðeins að taka til í sínum fjármálum."

„Ég held að leikmenn sem eru búnir að vera lengi í þessu íslenska umhverfi þekki þetta alveg. Er þetta alveg til fyrirmyndar? Leikmenn sem eru að vinna aðra vinnu hljóta að fá borgað annars staðar. Svona er þetta bara, þetta er umhverfið sem við lifum í."

„Sagan var ekki úr lausu lofti gripinn en hún var krydduð með extra All-season kryddi,"
sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner