Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   lau 25. janúar 2020 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um seinagang launagreiðslna: Ekki úr lausu lofti gripið en kryddað með All-season kryddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi.

Viðtalinu var skipt upp í tvo hluta, vegna tæknivandamála, og fjallaði fyrri hlutinn almennt um leikinn.

Sjá einnig:

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur


Í seinni hlutanum var rætt við Arnar um sögur af vandamálum Víkings þegar kemur að því að greiða leikmönnum félagsins laun á réttum tíma.

„Hvað segja leikmennirnir sem fá ekki borgað þá. Það eru fullt af leikmönnum sem fá ekki borgað," sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á þriðjudaginn.

„Það er þannig umhverfi núna í íslenskum fótboltaheimi - það er smá vesen fyrir liðin að borga kannski á réttum tíma en ég get fullyrt það að allir fái greitt," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Á þetta að gerast? Nei, en því miður er þetta óheppileg staða hjá mörgum fótboltaliðum að greiðslur berast kannski í seinna falli en við erum ekki að tala um tveggja-þriggja mánaða skuldir."

„Við erum að tala um að greiðslur berist síðar í mánuðinum og þá sérstaklega á tímabilinu desember, janúar, febrúar. Þá eru styrktaraðilarnir ekki búnir að borga og menn eru aðeins að taka til í sínum fjármálum."

„Ég held að leikmenn sem eru búnir að vera lengi í þessu íslenska umhverfi þekki þetta alveg. Er þetta alveg til fyrirmyndar? Leikmenn sem eru að vinna aðra vinnu hljóta að fá borgað annars staðar. Svona er þetta bara, þetta er umhverfið sem við lifum í."

„Sagan var ekki úr lausu lofti gripinn en hún var krydduð með extra All-season kryddi,"
sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner