Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 25. janúar 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Íslendingavaktin 
Mandorlini og Emil vinna saman á ný - „Spennandi tímar framundan"
Mandorlini og Emil fagna ásamt fleirum sigurmarki gegn Reggina árið 2012.
Mandorlini og Emil fagna ásamt fleirum sigurmarki gegn Reggina árið 2012.
Mynd: Getty Images
Padova, félagið sem Emil Hallfreðsson samdi við fyrr í þessum mánuði, skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var sagt upp störfum og Andrea Mandorlini var ráðinn í hans stað.

Emil þekkir vel til Mandorlini því þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona og náðu frábærum árangri.

Mandorlini stýrði Hellas Verona á ár­un­um 2010 til 2015 og var Emil leikmaður Hellas allan þann tíma. Undir stjórn Mandorlini fór liðið úr ítölsku C-deild­inni upp í Seríu A.

Ítölsku C-deildinni er skipt upp í þrjá riðla. Sigurvegarar riðlanna þriggja fara beint upp á meðan lið í efri hlutanum fara í umspil í vor um laust sæti í B-deildinni. Padova er sem stendur í 5. sæti í B-riðlinum. Næsti leikur Padova er gegn Carpi á útivelli í kvöld.

Emil er spenntur fyrir tímunum framundan hjá Padova. Hann setti í gær inn færslu á Instagram og birti mynd af sér ásamt Mandorlini. Við færsluna skrifaði hann:

„Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova."


Athugasemdir
banner
banner
banner