Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. janúar 2021 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Sokratis orðinn liðsfélagi Ögmundar (Staðfest)
Sokratis Papastathopoulos í treyjunni
Sokratis Papastathopoulos í treyjunni
Mynd: Olympiakos
Gríski varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Olympiakos en hann kemur á frjálsri sölu.

Sokratis er 32 ára gamall en hann hefur spilað með Arsenal síðustu þrjú ár.

Hann var ekki í Evrópu- og úrvalsdeildarhópnum hjá Arsenal fyrir þessa leiktíð. Leikmaðurinn komst að samkomulagi við enska félagið um að rifta samningnum á dögunum og er hann nú búinn að finna sér nýtt félag.

Sokratis gerði tveggja ára samning við Olympiakos í dag en þrettán ár eru síðan hann spilaði síðast í grísku úrvalsdeildinni. Þá lék hann með AEK en síðan þá hefur hann spilað með Genoa, Milan, Werder Bremen og Borussia Dortmund.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiakos en hann kom til félagsins frá Larissa síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner