Ef það er eitthvað sem Afríkukeppnin hefur kennt manni þá er það að það er ekkert gefins í lífinu.
                
                
                                    Kómoreyjar gáfu heimamönnum í Kamerún fínan leik í gær en liðið þurfti að spila með bakvörð í markinu og voru manni færri meirihlutann af leiknum.
Í dag halda 16 liða úrslitin áfram en í fyrri leik dagsins mætast Senegal og Grænhöfðaeyjar. Senegal vann B riðil en Gínea og Malaví fóru áfram með þeim. Grænhöfðaeyjar enduðu í þriðja sæti á eftir Kamerún og Búrkína Fasó í A-riðli.
Það eru mun stærri nöfn í liði Senegal en það þýðir ekkert þegar það er komið út á völl.
Malaví mætir Marokkó sem vann C-riðil. Sama má segja um þessa viðureign þar sem Marokkó þykir mun sigurstranglegra fyrirfram.
AFRICA NATIONS CUP: 1/8 final
16:00 Senegal - Cape Verde
19:00 Marokkó - Malawi
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

