Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fim 25. janúar 2024 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Matheus Gotler og ítalskur markvörður til liðs við KFA (Staðfest)
Matheus Gotler er búinn að semja við KFA
Matheus Gotler er búinn að semja við KFA
Mynd: KFA
KFA hefur bætt tveimur öflugum leikmönnum við hóp sinn en þeir Matheus Gotler og Matteo Guarnieri eru komnir til félagsins.

Gotler er leikmaður sem áhugamenn um íslensku neðri deildirnar ættu að kannast við.

Hann er 31 árs gamall miðjumaður sem kemur frá Brasilíu, en hann hefur síðustu tvö tímabil spilað með erkifjendum KFA í Hetti/Hugin.

Gotler skoraði þrettán mörk og í 31 leik í 2. deildinni á þessum tveimur tímabilum. Hann er nú mættur til KFA til að taka þátt í því spennandi verkefni sem er þar í gangi.

Þá hefur félagið fengið ítalska markvörðinn Mattia Guarnieri frá ítalska D-deildarfélaginu Malfetta Sport.

Guarnieri er 24 ára gamall og tvisvar verið valinn besti markvörður D-deildarinnar, 2018 og 2019. Samningar þeirra beggja gilda út leiktíðina.

KFA hafnaði í 3. sæti í 2. deild á síðasta tímabili eftir að hafa verið á toppnum stærstan hluta tímabilsins. ÍR-ingar fóru upp í Lengjudeildina á markatölu, en þessi félagaskipti og yfirvofandi félagaskipti Eggert Gunnþórs Jónssonar sýna að félagið ætlar sér stóra hluti í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner