Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 25. janúar 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Egypski kóngurinn og egypski prinsinn í eldlínunni
Egypski prinsinn Omar Marmoush
Egypski prinsinn Omar Marmoush
Mynd: Manchester City
Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það er hins vegar enginn leikur í hádeginu. Veislan hefst klukkan 15 þegar fimm leikir erru á dagskrá.

Liverpool fær Ipswich í heimsókn, Liverpool komst aftur á sigurbraut eftir sigur á Brentford en liðið hafði ekki unnið í þremur deildarleikjum í röð fyrir þann leik. Ipswich er hins vegar vængbrotið eftir 6-0 tap gegn Man City um síðustu helgi. Mohamed Salah, egypski kóngurinn eins og hann er iðulega kallaður, hefur farið hamförum með Liverpool.

Spútník lið deildarinnar Bournemouth og Nottingham Forest mætast í áhugaverðumslag og Arsenal heimsækir Wolves en Forest og Arsenal eru sex stigum á eftir Liverpool.

Kvöldleikurinn ere síðan stórleikur Man City og Chelsea. Man City hefur verið duglegt á markaðnum undanfarna daga og allir þrír nýju leikmennirnir, Vitor Reis, Abdukodir Khusanov og Omar Marmoush verða í hópnum.

Leikir dagsins
15:00 Bournemouth - Nott. Forest
15:00 Brighton - Everton
15:00 Liverpool - Ipswich Town
15:00 Southampton - Newcastle
15:00 Wolves - Arsenal
17:30 Man City - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir