Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 25. febrúar 2020 09:45
Magnús Már Einarsson
Ásta Eir á von á barni - Ekki með Blikum í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir verður ekki með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í sumar og ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM í ár en hún er barnshafandi.

Ásta Eir hefur verið fastamaður í liði Breiaðbliks undanfarin ár og síðustu tvö tímabil hefur hún spilað alla leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni.

Hin 26 ára gamla Ásta á einnig átta leiki að baki með A-landsliði Íslands en síðasti landsleikur hennar var gegn Slóvakíu í undankeppni EM síðastliðið haust.

Samtals hefur Ásta skorað fimm mörk í 112 leikjum í efstu deild á ferli sínum.

Athugasemdir
banner