þri 25. febrúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Carragher: Stuðningsmenn Liverpool vanmeta Salah
Salah hefur skorað fimmtán mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Salah hefur skorað fimmtán mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, telur að stuðningsmenn félagsins átti sig ekki á því hversu mikið Mohamed Salah gerir fyrir liðið. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni hjá Liverpool á þessu tímabili með fimmtán mörk.

„Ég held að fólk líti á Mo Salah sem leikmann í heimsklassa en ég held að hann sé smá vanmetinn hjá stuðningsmönnum Liverpool," sagði Carragher.

„Auðvitað hefur verið smá dýfa frá fyrsta tímabili hans. Hann var aldrei að fara að skora aftur 47 mörk á einu tímabili."

,.Ef maður talar við stuðningsmenn Liverpool og skoðar samfélagsmiðla þá tala menn um að liðið sé með sex heimsklassa leikmenn. Markvörðinn, Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Sadio Mane, Roberto Firmino og Salah."

„Ef þú spyrð stuðningsmenn Liverpool hvort þeir myndu taka pening fyrir hina fimm þá myndu allir segja nei, sama hver upphæðin væri."

„Það er ekki séns að þeir myndu selja Alisson eða Van Dijk. Ef þú býður 130 milljónir punda fyrir Salah myndu þeir hugsa um það. Þess vegna segi ég að hann sé vanmetinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner